Kristinn og Lilja sigruðu í latin-dönsum

Danskeppni Reykjavíkurleikanna fór fram í Laugardalshöll um helgina. Þátttakendur voru 138 talsins, þar af 4 sterk pör frá Portúgal og 5 frá Bandaríkjunum.

Í úrslitum í latin-dönsum fullorðinna voru þrjú pör frá Portúgal, tvö frá Bandaríkjunum, eitt frá Englandi og eitt íslenskt par, þau Kristinn Þór Sigurðsson og Lilja Rún Gísladóttir. Svo fór að þau Kristinn og Lilja sigruðu með minnsta mun en í öðru sæti voru Mykyta Vasylenko og Olivia Agranovich frá Bandaríkjunum.

Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá pörin dansa cha cha cha í úrslitunum. Kristinn og Lilja eru númer 225 og hún í bleikum kjól en bandaríska parið sem var í öðru sæti er númer 227 og hún í svörtum, rauðum og gylltum kjól.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert