Bein útsending frá Skólavörðustíg

Frá keppninni á Skólavörðustíg í fyrra.
Frá keppninni á Skólavörðustíg í fyrra. Sportmyndir.is

Árleg brekkusprettskeppni á Skólavörðustígnum verður haldin núna í kvöld og hefst hún klukkan sjö og stendur til tæplega níu. Keppt er með útsláttarfyrirkomulagi og eru 28 karlar skráðir og 9 konur. Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu hér á mbl.is, en hjóladrottningin María Ögn Guðmundsdóttir mun sjá um lýsingu.

Þetta er í sjötta skiptið sem brekkusprettskeppnin hefur verið haldin, en í ár er það Hjólreiðafélag Reykjavíkur sér um skipulagið í samvinnu með Víkingi og hjólreiðafélaginu Tindi. Keppt er í um 120 metra sprettum upp hluta Skólavörðustígsins, en jafnan er nokkuð um áhorfendur.

Skólavörðustígurinn er upphitaður og því geta keppendur tekið þátt á hefðbundnum götuhjólum með grönnum dekkjum.

Í fyrra sigraði hinn 17 ára gamli Agnar Örn Sigurðarson í karlaflokki og mætir hann núna aftur til leiks til að verja titilinn, en mun líklega mæta harðri samkeppni, enda fjölmargir sterkir hjólreiðamenn skráðir í ár.

Í kvennaflokki sigraði Rakel Logadóttir í fyrra, en hún er ekki skráð til leiks í ár. Hrönn Ólína Jörundsdóttir, sem hefur síðustu tvö ár verið í öðru sæti, er skráð til leiks og verður fróðlegt að sjá hvort hún nái nú titlinum.

Keppnin sem er hluti af Reykjavík international games.

Hægt er að fylgjast með stöðunni í karlaflokki hér.

Hægt er að fylgjast með stöðunni í kvennaflokki hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert