Íslandsmet hjá Kristínu

Kristína Sigurðardóttir setti Íslandsmet í skotfimi á Reykjavíkurleikunum í dag.
Kristína Sigurðardóttir setti Íslandsmet í skotfimi á Reykjavíkurleikunum í dag. Ljósmynd/Guðmundur Kr. Gíslason

Kristína Sigurðardóttir sem varð í öðru sæti í loftskammbyssukeppninni á Reykjavíkurleikunum í dag setti nýtt Íslandsmet í kvennaflokki í úrslitunum.

Kristína var í þriðja sæti í undankeppninni og tók ekki aðeins annað sætið af Jórunni Harðardóttur í úrslitunum eins og við höfum áður sagt frá hér á mbl.is heldur einnig Íslandsmetið sem hún átti. Nýtt met Kristínu er 227,0 stig en gamla metið hennar Jórunnar var 219,0 stig.

mbl.is