Mattias Möller með forystu í keilu

Matthias Möller frá Svíþjóð er efstur að lokinni forkeppni í …
Matthias Möller frá Svíþjóð er efstur að lokinni forkeppni í keilu. Ljósmynd/ÍR keiludeild

Forkeppni í keilu á Reykjavíkurleikunum lauk í dag. Hátt í 100 manns tóku þátt í forkeppninni í ár þar af um 30 erlendir keppendur. Fjölmörg Íslandsmet voru sett í forkeppninni og féllu nokkur í síðasta riðli forkeppninnar í dag. Íslandsmet kvenna í 5 leikjum var slegið og nokkur unglingamet féllu þar á meðal eitt síðan 1995.

Alls eru komnir þrír fullkomnir leikir á mótinu til þessa þ.e. 300 pinnar. Arnar Davíð Jónsson sem spilar fyrir Höganas í Svíþjóð og Mattias Möller frá Svíþjóð spiluðu fyrstu tvo 300 leikina strax í fyrsta riðli forkeppninnar. Sá þriðji bættist við í dag í fimmta og síðasta riðlinum þegar Skúli Freyr Sigurðsson úr Keilufélagi Reykjavíkur spilaði fullkomin leik.

Staða efstu keilara eftir forkeppnina er þessi:

  1. sæti: Mattias Möller Svíþjóð 1.575 (262,5 mtl.)
  2. sæti: Jesper Agerbo Danmörk 1.535 (255,8 mtl.)
  3. sæti: Gunnar Þór Ásgeirsson ÍR 1.525 (254,2 mtl.)
  4. sæti: Hafþór Harðarson ÍR 1.485 (247,5 mtl.)
  5. sæti: Jón Ingi Ragnarsson KFR 1.463 (243,8 mtl.)
  6. sæti: Arnar Davíð Jónsson KFR 1.456 (242,7 mtl.)
  7. sæti: Björn G Sigurðsson KFR 1.441 (240,2 mtl.)
  8. sæti: Erik Nørgaard Svensson Danmörk 1.431 (238,5 mtl.)
  9. sæti: Freyr Bragason KFR 1.419 (236,5 mtl.)
  10. sæti: Hlynur Örn Ómarsson ÍR 1.417 (236,2 mtl.)

Þrjár konur sem allar keppa á bandarísku atvinnumótaröðinni keppa á mótinu í ár og eru allar komnar í úrslitakeppnina sem fer fram í Keiluhöllinni Egilshöll á morgun sunnudag og hefst klukkan 9. Dria Pajak frá Póllandi og Tannya Roumimper Indónesíu sem báðar keppa í Bandaríkjunum eru í 14. og 15 sæti og Danielle McEwan frá Bandaríkjunum er í 23. sæti. Efst íslenskrar kvenna er Dagný Edda Þórisdóttir KFR í 18. sæti með 1.371 pinna eð 228,5 í meðaltal.

Smellið hér til að finna nánari úrslit og upplýsingar um keilukeppni Reykjavíkurleikanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert