Ásgeir þýskur meistari

Ásgeir Sigurgeirsson.
Ásgeir Sigurgeirsson. Ljósmynd/Guðmundur Kr. Gíslason

Ásgeir Sigurgeirsson varð í dag þýskur meistari með liði sínu, Sgi Ludwigsburg, í skotfimi. Keppt er með liðafyrirkomulagi og eru karlar og konur saman í liði. Fimm liðsmenn keppa hverju sinni og skiptast keppendur á að taka þátt. Ásgeir gat ekki tekið þátt í úrslitaleiknum í dag þar sem hann var að keppa á Reykjavíkurleikunum í skotfimi um helgina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert