Hafdís og Moore stigahæst

Hafdís Sigurðardóttir, UFA, sigraði í langstökki á Reykjavíkurleikunum í dag.
Hafdís Sigurðardóttir, UFA, sigraði í langstökki á Reykjavíkurleikunum í dag. Ljósmynd/Kjartan Einarsson

Frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna fór fram í Laugardalshöll í dag. Flest af besta frjálsíþróttafólki landsins mætti feiknasterkum erlendum keppendum á mótinu en erlendir keppendur voru 31 talsins frá 7 löndum.

Samkvæmt stigatöflu Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins áttu Hafdís Sigurðardóttir úr UFA og Marcellus Moore frá Bandaríkjunum bestu afrek mótsins. 6,49 m langstökk Hafdísar gaf 1.106 stig og 60 m hlaup Marcellus Moore gaf 1.092 stig. 

mbl.is