Jórunn sigraði í skotfimi með loftriffli

Efstu þrír keppendur í loftriffilkeppni Reykjavíkurleikanna í skotfimi. Frá vinstri …
Efstu þrír keppendur í loftriffilkeppni Reykjavíkurleikanna í skotfimi. Frá vinstri Guðmundur Helgi, Jórunn, Íris Eva. Ljósmynd/Guðmundur Kr. Gíslason

Skotfimikeppni Reykjavíkurleikanna fór fram í Laugardalshöll um helgina. Í dag var keppt með loftriffli.

Að lokinni undankeppni var Jórunn Harðardóttir efst með 597,1 stig og Íris Eva Einarsdóttir önnur með 590,1 stig en hvort tveggja er árangur yfir ólympíulágmarki. Í þriðja sæti var svo Guðmundur Helgi Christensen með 588,7 stig.

Jórunn Harðardóttir hélt uppteknum hætti í úrslitakeppninni og sigraði með 236,9 stig. Guðmundur Helgi Christensen tók annað sætið og skaust þar með upp fyrir Írisi Evu Einarsdóttur sem hlaut bronsið.

Viktoría E. Bjarnarson bætti Íslandsmetið í úrslitum unglinga, 161,0 stig, og Guðmundur Helgi Christensen bætti karlametið í úrslitum þegar hann skoraði 233,6 stig.

Í gær var keppt með loftskammbyssu og sigraði þar Ásgeir Sigurgeirsson og Kristína Sigurðardóttir setti Íslandsmet.

Viktoría E. Þ. Bjarnarson setti Íslandsmet í úrslitum unglinga með …
Viktoría E. Þ. Bjarnarson setti Íslandsmet í úrslitum unglinga með loftriffli, 161,0 stig. Ljósmynd/Kjartan Einarsson
mbl.is