Strákarnir koma langt að

Tveir strákar taka þátt í listskautakeppni Reykjavíkurleikanna í ár. Skipuleggjendur mótsins segja það ávallt gaman að fá karlkyns keppendur í listhlaup á skautum til landsins enda auki það á fjölbreytnina í keppninni. Báðir eru þeir komnir langt að, Darian Kaptisch frá Ástralíu og Jang Elliot frá Kínverska-Taipei.

Kaptisch var fyrstur eftir fyrri daginn en þeir fara aftur á svellið í dag klukkan 13:40. Báðir reyndu þeir við svokallaðar 4. stigs æfingar í gær sem voru mjög glæsilegar og verður spennandi að sjá hvað þeir gera í frjálsu æfingunum sínum í dag.

Hægt er að fylgjast með keppninni í listhlaupi á skautum í beinni útsendingu hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert