Átta Íslandsmet í keilu

Dagný Edda Þórisdóttir setti Íslandsmet í 5 leikjum kvenna, 1.167.
Dagný Edda Þórisdóttir setti Íslandsmet í 5 leikjum kvenna, 1.167. Ljósmynd/ÍR keiludeild

Keilukeppni Reykjavíkurleikanna 2019 var bæði fjölmenn og spennandi. Hátt í 100 manns tóku þátt þar af 34 erlendir keppendur frá sex löndum. Átta Íslandsmet voru sett á mótinu.

Hafdís Eva Pétursdóttir setti Íslandsmet í 3. flokki stúlkna í undankeppninni, 234. Sara Bryndís Sverrisdóttir bætti það met svo í riðlakeppninni, 238. Matthías Leó Sigurðsson setti Íslandsmet í 6 leikjum í 4. flokki drengja, 1.105 og Dagný Edda Þórisdóttir setti Íslandsmet í 5 leikjum kvenna, 1.167. Mikael Aron Vilhelmsson setti síðan fjögur Íslandsmet í 4. flokki drengja í fimmta og síðasta riðlinum en þau voru: 2 leikir 416, 3 leikir 605, 4 leikir 762 og 5 leikir 971.

Nánari úrslit keilukeppninnar má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert