Best um helgina

Bestu íþróttamennirnir í hverri grein ásamt Ingvari Sverrissyni, formanni Íþróttabandalags …
Bestu íþróttamennirnir í hverri grein ásamt Ingvari Sverrissyni, formanni Íþróttabandalags Reykjavíkur, og Pawel Bartoszek, formanni menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Ljósmynd/ÍBR

Reykjavíkurleikarnir hófust fimmtudaginn 24. janúar og lauk í gær 3. febrúar með glæsilegri lokahátíð í Laugardalshöll. Þetta var í 12. sinn sem leikarnir fóru fram en í ár var keppt í 18 íþróttagreinum. Rúmlega sjö hundruð erlendir gestir af 45 mismundandi þjóðernum komu til landsins til að taka þátt í þessari miklu íþróttahátíð með flestu af besta íþróttafólki okkar Íslendinga. Aldrei hafa fleiri erlendir gestir tekið þátt.

Á lokahátíðinni í Laugardalshöll í gærkvöldi fengu stigahæstu íþróttamennirnir í hverri grein seinni keppnishelgarinnar viðurkenningu fyrir árangurinn. Það voru þeir Ingvar Sverrisson, formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur, og Pawel Bartoszek, formaður menningar-, Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, sem afhentu íþróttafólkinu viðurkenningarnar.

Stigahæstu íþróttamennirnir voru:

Badminton
Karl: Eysteinn Högnason, Ísland
Kona: Sissal Thomsen, Færeyjar

Fimleikar
Karl: Illia Pimanov, Rússland
Kona: Varvara Batalova, Rússland

Frjálsíþróttir
Karl: Marcellus Moore, Bandaríkin
Kona: Hafdís Sigurðardóttir, Ísland

Keila
Karl: Hlynur Örn Ómarsson, Ísland
Kona: Daria Pajak, Pólland

Listskautar
Karl: Darian Kaptisch, Ástralía
Kona: Tanja Odermatt, Sviss

Skotfimi
Karl: Ásgeir Sigurgeirsson, Ísland
Kona: Jórunn Harðardóttir, Ísland

Skvass
Karl: Gústaf Smári Björnsson, Ísland

Skylmingar
Karl: Franklín Ernir Kristjánsson, Ísland
Kona: Mekkin Elísabet Ingvarsdóttir, Ísland

Taekwondo
Karl: Eyþór Jónsson, Ísland
Kona: Gerður Eva Halldórsdóttir, Ísland

mbl.is