Svissneskur sigur í listskautum

Tanja Odermatt frá Sviss sigraði í kvennaflokki í listskautakeppni Reykjavíkurleikanna.
Tanja Odermatt frá Sviss sigraði í kvennaflokki í listskautakeppni Reykjavíkurleikanna. Ljósmynd/Skautasamband Íslands

Svissneska stúlkan Tanja Odermatt sigraði nokkuð óvænt í kvennaflokki í listskautakeppni Reykjavíkurleikanna í gær. Odermatt var í þriðja sæti eftir skylduæfingarnar á laugardaginn en gerði virkilega vel í frjálsu æfingunum sem tryggðu henni sigurinn. Aiza Mambekova frá Kasakstan færðist niður um sæti frá skylduæfingunum en gerði samt sem áður eftirtektarverðar æfingar. Þriðja varð sigurvegarinn frá því á Reykjavíkurleikunum 2018, Morgan Flood frá Aserbaídsjan.

Í piltaflokki sigraði Darian Kaptisch frá Ástralíu en í öðru sæti var Jang Elliot frá Kínverska-Taipei. Kaptisch skoraði betur í bæði frjálsum æfingum og skylduæfingum en báðir sýndu þeir þó miklar listir á ísnum.

Keppt var í fjölmörgum flokkum í listskautakeppni Reykjavíkurleikanna um helgina. Úrslit í öllum flokkum má finna hér.

Darian Kaptisch frá Ástralíu sigraði í piltaflokki í listskautakeppni Reykjavíkurleikanna.
Darian Kaptisch frá Ástralíu sigraði í piltaflokki í listskautakeppni Reykjavíkurleikanna. Ljósmynd/Kjartan Einarsson
Verðlaunahafar í kvennaflokki í listskautakeppni Reykjavíkurleikanna.
Verðlaunahafar í kvennaflokki í listskautakeppni Reykjavíkurleikanna. Ljósmynd/Skautasamband Íslands
mbl.is