Jafnrétti í íþróttum (bein útsending)

Frá keppni í frjálsíþróttum á Reykjavíkurleikunum.
Frá keppni í frjálsíþróttum á Reykjavíkurleikunum. ÍBR/Kjartan Einarsson

Hverjar eru áskoranir transbarna í íþróttum? Fá konur og karlar í boltagreinum jafn stóra sneið af kökunni? Þessum spurningum og öðrum um jafnrétti barna og unglinga í íþróttum verður svarað á ráðstefnu sem haldin er í dag í Laugardalshöll og er hluti af Reykjavíkurleikunum. 

Það eru Íþróttabandalag Reykjavíkur, Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands og Háskólinn í Reykjavík sem standa fyrir ráðstefnunni en fyrirlesarar eru Ágústa Edda Björnsdóttir, Ástþór Jón Ragnheiðarson, Hugrún Vignisdóttir, Ingi Þór Einarsson, Joanna Marcinkowska og Salvör Nordal.

Uppbókað er á ráðstefnuna en hægt verður að fylgjast með hér í beinni útsendingu sem hefst klukkan 14:00.

Dagskrá og nánari upplýsingar má finna á vef Reykjavíkurleikanna rig.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert