Pílukast á Reykjavíkurleikum í fyrsta sinn

Keppt er í pílukasti á Reykjavíkurleikunum í fyrsta sinn í …
Keppt er í pílukasti á Reykjavíkurleikunum í fyrsta sinn í ár. Ingibjörg Magnúsdóttir

Pílukast er ný grein á Reykjavíkurleikunum í ár en keppnin fer fram á Tangarhöfða 2. Mjög góð þátttaka er á mótinu og fór það vel af stað í dag. Á morgun verða spilaðir undanúrslita- og úrslitaleikir. Einn leikur í einu í beinni útsendingu á Youtube-rás Live Darts Iceland.

Leikir verða í eftirfarandi röð:

Undanúrslit kvenna

klukkan 14.00 Spilað er Best af 11
Ingibjörg Magnúsdóttir - Petrea Kr. Friðriksdóttir

Klukkan 15.00 Spilað er best af 11
Arna Rut Gunnlaugsdóttir - María Steinunn Jóhannesdóttir

Undanúrslit karla

Klukkan 16.00 Spilað er best af 11
Friðrik Diego - Kristján Þorsteinsson

Klukkan 17.00 Spilað er best af 11
Sigurgeir Guðmundsson - Páll Árni Pétursson 

Úrslit kvenna

Klukkan 18.00 Spilað er best af 13

Úrslit karla

Klukkan 19.30 Spilað er best af 13

mbl.is