Seiðandi samba

Þau eru glæsileg pörin sem hafa svifið um gólf Laugardalshallar í dag á danskeppni Reykjavíkurleikanna. Keppnin hófst klukkan 9 í morgun og stendur yfir til klukkan 17 en þá verður gert hlé á keppninni. 

Í kvöld verður dansað til úrslita klukkan 19:45-21:00 á svokölluðu galakvöldi þar sem áhorfendur mæta prúðbúnir og borða glæsilegan þriggja rétta kvöldverð áður en keppni hefst. Úrslitin í kvöld verða í beinni útsendingu á RÚV. Dagskrá má finna hér og keppendalista hér.

Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá keppendur í fullorðinsflokki dansa seiðandi sömbu í riðlakeppninni í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert