Anton Sveinn með tvö mótsmet

Anton Sveinn McKee setti tvö mótsmet á Reykjavíkurleikunum um helgina …
Anton Sveinn McKee setti tvö mótsmet á Reykjavíkurleikunum um helgina og átti stigahæsta sundið í karlaflokki. Eggert Jóhannesson

Sundkeppni Reykjavíkurleikanna lauk í Laugardalslaug í kvöld. Stigahæstu sundmenn helgarinnar voru þau Anton Sveinn McKee og Mie Nielsen frá Danmörku. 

Anton Sveinn McKee bætti öðru mótsmeti í safnið í dag þegar hann sigraði í 200 m bringusundi á tímanum 2:11,96 en gamla metið var 2:15,43, í eigu Alexanders Dales Oens heitins. Oen átti einmitt líka metið sem Anton Sveinn sló í gær í 100 m bringusundi.

Aron Þór Jónsson var annar á eftir Antoni í 200 m bringusundinu á 2:22,01, sem tryggði honum sæti á Evrópumóti unglinga í ár en lágmarkið er 2:22,48. Aron Þór er fyrsti íslenski sundmaðurinn til að tryggja sig inn á Evrópumótið. 

Í gær voru sett fimm met á mótinu og eitt EM-lágmark náðist en á föstudaginn náðu fimm sundmenn lágmarki á stórmót.

mbl.is