Heimsmeistari í Höllinni (bein útsending)

Kimberly Walford á Reykjavíkurleikunum 2017.
Kimberly Walford á Reykjavíkurleikunum 2017. ÍBR/Kjartan Einarsson

Kraftlyftingakeppni Reykjavíkurleikanna fer fram í Laugardalshöll í dag klukkan 10:00-14:00. Flest af besta kraftlyftingafólki landsins tekur þátt ásamt feikna sterkum erlendum keppendum.

Á meðal keppenda er ríkjandi heimsmeistari kvenna í -72 kg flokki, Kimberly Walford. Þetta er í þriðja sinn sem Kimberly kemur á Reykjavíkurleikana. Þegar hún mætti síðast, árið 2017, setti hún heimsmet í réttstöðulyftu.

Einnig er á meðal keppenda ríkjandi Evrópumeistari karla í +120 kg flokki, Siim Rast frá Eistlandi, en hann er einnig annar á heimslistanum í +120 kg flokki. Siim hefur ekki tekið þátt í Reykjavíkurleikunum áður.

Hægt verður að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu hér á vefnum.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert