Þátttaka barna af erlendum uppruna í íþróttum

Íþrótta- og ólympíusamband Íslands

Í hádeginu í dag verður áhugaverður fyrirlestur um þátttöku barna af erlendum uppruna í íþróttastarfi. Fyrirlesturinn er hluti af Reykjavíkurleikunum og það eru Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Íþróttabandalag Reykjavíkur og Ungmennafélag Íslands sem standa að honum.

Fyrirlesari verður Solveig Straume, prófessor við Háskólann í Molde í Noregi. Solveig hefur sérhæft sig í þátttöku barna af erlendum uppruna í íþróttastarfi. Hún mun gefa innsýn í verkefni sem hún hefur komið að til að auka þátttöku barna í Noregi.

Fyrirlesturinn verður klukkan 12:10-13:00 í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og er aðgangur ókeypis. Hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu hér á vefnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert