Hrönn sigraði í æsispennandi keppni

Hrönn Ólína Jörundsdóttir sigraði í kvennaflokki í brekkusprettskeppni Reykjavíkurleikanna sem fór fram á Skólavörðustíg í kvöld. 

Í úrslitaviðureigninni sem var æsispennandi mætti hún Björg Hákonardóttur. Bríet Kristý Gunnarsdóttir vann bronsið eftir hörku baráttu við Natalíu Erlu Cassata sem sigraði keppnina í fyrra.

Á meðfylgjandi myndskeiði sem Albert Jakobsson tók má sjá nokkrar klippur frá keppni í kvennaflokki og stemningunni almennt á Skólavörðustígnum í kvöld.

Nánari úrslit má finna hér.

Verðlaunahafar í brekkusprettskeppni kvenna. Frá vinstri Björg (2. sæti), Hrönn …
Verðlaunahafar í brekkusprettskeppni kvenna. Frá vinstri Björg (2. sæti), Hrönn (1. sæti), Bríet (3. sæti). Ragnar F. Valsson
mbl.is