KR sigraði í FIFA 20

Orri „Viktorinn“ Þórisson og Agnar „Aggith“ Þorláksson voru í liði …
Orri „Viktorinn“ Þórisson og Agnar „Aggith“ Þorláksson voru í liði KR sem sigraði FIFA 20 keppni Reykjavíkurleikanna í dag. Skjáskot af Facebook

Sigurvegarar Í FIFA 20 keppni Reykjavíkurleikanna er lið KR. Í liðinu eru Orri „Viktorinn“ Þórisson og Agnar „Aggith“ Þorláksson. Þetta er fyrsti titillinn sem rafíþróttadeild KR vinnur.

Í heildina tóku 12 lið þátt í FIFA 20 keppni Reykjavíkurleikanna og komust fjögur lið í undanúrslitin í Háskólabíó í dag.

Í úrslitaleiknum mætti lið KR FH/Fylki en það lið skipa þeir Aron „aronth99“ Lárusson og Jóhann „Jolli776“ Jóhannsson. Úrslitaleikurinn fór 3-1 fyrir KR.

Í undanúrslitum sigraði KR liðið Dusty sem Þórarinn „Thabeat13_“ Árnason og Skúli „skuliarnar“ Arnarson skipa. FH/Fylkir sigruðu Team Macron í hinum undanúrslitaleiknum en það lið skipa þeir Kormákur „Gbr210“ Sigurðarson og Daði „El Huron“ Jónsson.

mbl.is