Fyrsti landsleikurinn í hermiakstri

Landsleikur í hermikappakstri
Landsleikur í hermikappakstri ÍBR/Ólafur Þórisson

Í gærkvöldi var brotið blað í íslenskri íþróttasögu þegar haldinn var landsleikur í hermikappakstri í fyrsta sinn. Um var að ræða landsleik milli Íslands og Danmerkur og var keppnin hluti af Reykjavíkurleikunum.

Keppt var eftir Reglubók FIA í sýndarheimum á Spa brautinni í Belgíu á Porsche 911 GT3 bílum. Keppendur íslenska liðsins voru í GT Akademíunni í Ármúla, í fullkominni aðstöðu sem þar er að finna. Danska liðið var hins vegar heima í Danmörku.

Keppendur tengdust við keppnina í gegnum iRacing sem er afar raunveruleg, bæði á að líta fyrir áhorfendur og einnig er upplifun keppenda nánast sú sama og ef þeir væru ökumenn í raunverulegum keppnistækjum.

Keppnin var í beinni útsendingu á stóra skjánum í Laugardalshöll og einnig á Youtube. Tveir reyndir lýsendur lýstu keppninni á ensku og er hægt að sjá útsendinguna hér fyrir neðan. 

Dönsku ökumennirnir eru gríðarlega öflugir og reyndist töluvert á brattann að sækja fyrir íslensku ökumennina sem urðu að lokum að játa sig sigraða 96-5. Karl Thoroddsen stóð sig best íslensku keppendanna og var með 8. besta tímann.

Það var Akstursíþróttasamband Íslands sem stóð fyrir keppninni í gærkvöldi. Nánari úrslit má finna á vef þeirra akis.is.

Landsleikur í hermikappakstri
Landsleikur í hermikappakstri ÍBR/Ólafur Þórisson
Landsleikur í hermikappakstri
Landsleikur í hermikappakstri ÍBR/Ólafur Þórisson
mbl.is