Íslandsmet hjá Sóleyju

Sóley Þórðardóttir með loftskammbyssu í skotfimikeppni Reykjavíkurleikanna.
Sóley Þórðardóttir með loftskammbyssu í skotfimikeppni Reykjavíkurleikanna. ÍBR/Ólafur Þórisson

Loftskammbyssukeppni Reykjavíkurleikanna fór fram í Laugardalshöll í gær. Sóley Þórðardóttir náði þar eftirtektaverðum árangri er hún jafnaði eigið Íslandsmet unglinga í riðlakeppni og komst í úrslit í fullorðinsflokki. Í úrslitunum setti hún svo nýtt Íslandsmet unglinga í greininni, 142,1 stig, og varð í 6. sæti. 

Nánari úrslit úr loftskammbyssukeppni Reykjavíkurleikanna má finna hér.

Loftskammbyssukeppni Reykjavíkurleikanna í Laugardalshöll.
Loftskammbyssukeppni Reykjavíkurleikanna í Laugardalshöll. ÍBR/Ólafur Þórisson
mbl.is