Júlíana og Andri best í badminton

Júlíana Karitas Jóhannsdóttir náði þeim frábæra árangri að sigra þrefalt …
Júlíana Karitas Jóhannsdóttir náði þeim frábæra árangri að sigra þrefalt í badminton um helgina. Mynd/Árni Gestur Sigfússon

Á Reykjavíkurleikunum um helgina var keppt í fjölmörgum flokkum í badminton unglinga. Alls voru 158 keppendur skráðir til þátttöku, þar af voru 48 frá Færeyjum. Með keppendunum frá Færeyjum kom hópur af þjálfurum, fararstjórum og foreldrum og var heildarfjöldi hópsins því yfir 100 manns. Færeyingar hafa verið duglegir að taka þátt í þessu móti og í ár var engin undantekning. 

Sigurvegarar í einliðaleik í elsta flokknum, U19, voru þau Andri Broddason og Júlíana Karitas Jóhannsdóttir en bæði leika fyrir hönd TBR. Þau Andri og Júlíana sigruðu einnig í tvíliðaleik, Andri með Steinþóri Emil Svavarssyni úr BH og Júlíana með Karolinu Prus úr TBR. Júlíana náði svo þeim frábæra árangri að sigra einnig í tvenndarleik og er því þrefaldur sigurvegari í U19 flokknum. Meðspilari hennar í tvenndarleik er Gústav Nilsson úr TBR.

Alls voru spilaðir tæplega 400 leikir um helgina, en auk keppenda frá TBR og Færeyjum voru leikmenn frá Aftureldingu, BH, Hamri, ÍA og TBS.

Öll úrslit í badmintonkeppninni má finna inn á tournamentsoftware.com.

Andri Broddason sigraði í einliðaleik U19 en Davíð Örn Harðarson …
Andri Broddason sigraði í einliðaleik U19 en Davíð Örn Harðarson var í 2. sæti. Mynd/Árni Gestur Sigfússon
Júlíana Karitas Jóhannsdóttir sigraði í einliðaleik í U19 flokknum og …
Júlíana Karitas Jóhannsdóttir sigraði í einliðaleik í U19 flokknum og í öðru sæti var Karolina Prus. Mynd/Árni Gestur Sigfússon
Færeysku gestirnir stóðu sig vel á mótinu og voru meðal …
Færeysku gestirnir stóðu sig vel á mótinu og voru meðal annars í 1. og 2. sæti í tvíliðaleik hnokka U13. Mynd/Árni Gestur Sigfússon
mbl.is