Loksins út á dansgólfið

Frá danskeppni Reykjavíkurleikanna 2020.
Frá danskeppni Reykjavíkurleikanna 2020.

Á laugardaginn mun danskeppni Reykjavíkurleikanna fara fram í Kórnum Kópavogi. Er þetta langþráð mót eftir mótahlé vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Munu mörg glæsileg pör stíga út á gólf í fyrsta skiptið í um eitt ár eða síðan faraldurinn byrjaði hér á landi og er mikil spenna hjá dansíþróttafólkinu að stíga loksins út á dansgólfið á móti. 

Á mótinu munu um 140 einstaklingar keppa frá 5 ára og uppúr í latín og ballroom dönsum. Gaman er að segja frá því að nú er einnig keppt í einstaklingsflokkum þar sem tæknin og tjáningin er allsráðandi.  Mótinu verður skipt upp í marga hluta sem snýr að því að sótthreinsa á milli hluta og halda samþykktum sóttvarnarreglum. 

Mótið er að vanda mjög glæsilegt og munu allra sterkustu dansíþróttapör landsins etja kappi laugardagskvöldið 6. febrúar í beinni útsendingu á RÚV kl 19.40. Á meðal keppenda verður íslenskt danspar sem býr í Danmörku sem fór í tvöfalda skimun til þess m.a. að taka þátt á leikunum.

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Reykjavíkurleikanna rig.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert