Úrslitin í keilu ráðast í kvöld á Reykjavíkurleikunum

RIG 2020.
RIG 2020.

Í kvöld fara fram úrslitin í keilu, þá kemur í ljós hver er keilumeistari Reykjavíkurleikanna 2021 en keppni fer fram í blönduðum flokki.

Efstur karla í keppninni er Gústaf Smári Björnsson KFR, en hann spilaði í gærkvöld 1.470 eða 245,0 í meðaltali. Efst kvenna er Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR, hún spilaði með 1.301 seríu eða 216,8 að meðaltali. 

Alls keppa 32 keilarar í útsláttarkeppni í kvöld. Þar eigast við sæti 17 til 32 og er keppt maður á mann og þarf að vinna tvo leiki til að komast áfram í útsláttarkeppninni.

Í kvöld kl. 20 keppa 4 efstu keppendurnir í beinni útsendingu á RÚV2. Þá leika keppendurnir fjórir einn leik og fellur sá út sem lægsta skorið hefur að leik loknum. Haldið er áfram þar til tveir keppendur keppa um hver verður keilumeistari Reykjavíkurleikanna 2021.

Streymt verður frá flestum viðureignum á Fésbókarsíðu keilukeppninnar, hér er svo linkur á streymi.

Frekari upplýsingar um Reykjavíkurleikana má finna á rig.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert