Persónulegt met og öruggur sigur

Guðni Valur Guðnason varpar kúlunni í dag.
Guðni Valur Guðnason varpar kúlunni í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kastarinn Guðni Valur Guðnason vann öruggan sigur í kúluvarpi á Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöllinni í dag. Guðni kastaði lengst 18,81 metra og bætti eigið með um rúma 20 sentímetra. 

Aðalgrein Guðna er kringlukast, þar sem hann stefnir á keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó í ár. Kristján Viktor Kristinsson varð annar með 15,66 metra og Tómas Gunnar Gunnarsson Smith kastaði 15,08 metra. 

Kristinn Torfason stökk 6,96 metra í langstökki og fagnaði sigri. Ísak Óli Traustason stökk 6,74 metra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert