Pílukast og listskautar á Reykjavíkurleikunum í dag

Keppt er í pílukasti á Reykjavíkurleikunum í kvöld.
Keppt er í pílukasti á Reykjavíkurleikunum í kvöld. Ljósmynd/Mummi Lú

Reykjavíkurleikarnir halda áfram í dag og um helgina verður keppt í ellefu íþróttagreinum á leikunum.

Pílukast

Úrslitin í pílukastkeppni Reykjavíkurleikanna fara fram í kvöld kl. 19:30 á Bullseye. Átta konur og 16 karlar keppa um titilinn Reykjavíkurleikameistari 2022.

Úrslitakeppnin verður í beinni á RÚV2 og RIG.IS.

Listskautar

Skautamót RIG verður um helgina, 4.-6. febrúar. Mótinu er skipt upp í tvo hluta, Interclub og International hluta. Á International hluta mótsins keppa skautarar með alþjóðlegum reglum á þremur keppnisstigum sem skipt er upp í aldur. Í þennan hluta er von á 50 erlendum skauturum frá Noregi, Hollandi, Argentínu, Finnlandi og Bretlandi svo eitthvað sé nefnt. Íslensku skautararnir eiga því von á mikill og fjölbreyttri keppni við erlenda kollega.

Hægt er að horfa á streymi frá keppninni á RIG.IS.

Miðasala Reykjavíkurleikanna fer fram á heimasíðu RIG.IS.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert