Annie Mist og Katrín Tanja keppa á RIG CrossFit Invitational í dag

Annie Mist og Khan Porter, RIG 2022
Annie Mist og Khan Porter, RIG 2022 Ljósmynd/Marta María B. Siljudóttir

RIG CrossFit Invitational fer fram í dag á Reykjavíkurleikunum. Keppnin í ár er liðakeppni með heimsklassa keppendum frá Íslandi, Danmörku, Svíþjóð, Ástralíu og Bandaríkjunum.

Liðin 4 keppa í 5 greinum þar sem ein kona og einn karl eru í liði. Á 90 mínútum keppa þau í ýmsum greinum sem reyna á styrk, úthald, hraða og tækni. Meðal keppenda eru Annie Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir, en báðar hafa þær hlotið nafnbótina sterkasta kona heims og eru meðal stærstu stjarnanna í CrossFit heiminum.

Annie Mist keppir í liðakeppni á Heimsleikunum

Í ár hefur Annie Mist ákveðið að keppa ekki í einstaklings keppni á heimsleikunum, heldur í liðakeppni sem lið Crossfit Reykjavík. Liðið þarf að vera staðsett í Crossfit Reykjavík, því hafa þrír íþróttamenn flutt til landsins til að keppa fyrir Crossfit Reykjavík á heimsleikunum í Crossfit. Khan Porter frá Ástralíu, hefur 6 sinnum keppt á CrossFit games, Lauren Fisher frá Bandaríkjunum hefur 7 sinnum keppt á heimsleikunum og Tola Morakinyo frá Bandarríkjunum, hann hefur keppt 3 sinnum á heimsleikunum. Þau keppa einnig í dag í RIG CrossFit Invitational.

Í dag keppa þau í fimm greinum, en greinarnar má finna á heimasíðu Reykjavíkurleikanna, RIG.IS.  

Keppnin byrjar klukkan 16:30 og er í Crossfit Reykjavík. Sýnt verður frá keppninni í beinni á Rúv, en einnig verður hún sýnd á heimasíðu Reykjavíkurleikanna RIG.IS. Vegna mikils áhuga erlendis frá þá verður keppninni lýst á íslensku og ensku á heimasíðu RIG.

Hér eru liðin sem keppa í dag:

Lið 1 - Iceland

Annie Thorisdottir tvöfaldur sigurvegari CrossFit Games heimsleikanna, í fyrra endaði hún í 3 sæti, en hún hefur 6 sinnum verið á palli á heimsleikunum

Khan Porter frá Ástralíu, hefur 6 sinnkum kept á CrossFit heimsleikunum og er Ástralskur meistari. 

Annie Mist Þórisdóttir og Khan Porter, RIG 2022
Annie Mist Þórisdóttir og Khan Porter, RIG 2022 Ljósmynd/Marta María B. Siljudóttir

Lið2 - Danmörk

Andre Houdet frá Danmörku, hann er danskur meistari og var í 15 sæti á heimsleikunum 2021.   

Katrin Tanja Davidsdottir tvöfaldur sigurvegari CrossFit Games heimsleikanna. Katrín hefur fjórum sinnum verið á palli á heimsleikunum. 

Andre Houdet og Katrín Tanja Davíðsdóttir, RIG 2022
Andre Houdet og Katrín Tanja Davíðsdóttir, RIG 2022 Ljósmynd/Marta María B. Siljudóttir

Lið 3 - Svíþjóð

Rebecka Vitesson frá Svíþjóð, hefur tvisvar sinnum keppt á heimsleikunum 

Garðar Ólafsson frá Íslandi, lánaður í Sænska liðið.

Garðar Ólafsson og Rebecka Vitesson, RIG 2022
Garðar Ólafsson og Rebecka Vitesson, RIG 2022 Ljósmynd/Marta María B. Siljudóttir

Lið 4 - Bandaríkin

Lauren Fisher frá Bandaríkjunum hefur keppt sjö sinnum á heimsleikunum. 

Tola Morakinyo frá Bandaríkjunum hefur þrisvar sinnum keppt á heimsleikunum.

Þau eru flutt til íslands ásamt Khan Porter  og mynda lið Crossfit Reykjavíkur fyrir Heimsleikana 2022. 

Tola Morakinyo og Lauren Fisher, RIG 2022
Tola Morakinyo og Lauren Fisher, RIG 2022 Ljósmynd/ Marta María B. Siljudóttir

Rúv og RIG.IS klukkan 16:30 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert