Guðbjörg vann 200 metra hlaupið

Guðbjörg Jóna slakar á í Laugardalshöllinni í dag.
Guðbjörg Jóna slakar á í Laugardalshöllinni í dag. mbl.is/Arnþór Birkisson

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, frjálsíþróttakona úr ÍR, hafði betur gegn liðsfélaga sínum Tiönu Ósk Whitworth í 200 metra hlaupi kvenna á Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöll í dag.

Guðbjörg Jóna kom í mark á 24,05 sekúndum, nokkuð nálægt sínum besta árangri innanhúss í greininni, sem er 23,98 sekúndur.

Íslandsmetið innanhúss á Silja Úlfarsdóttir, 23,79 sekúndur, sem hún setti árið 2004.

Tiana Ósk kom í mark á 24,50 sekúndum, en hennar besti árangur er 24,08 sekúndur í 200 metra hlaupi innanhúss.

Hin finnska Milja Thureson hafnaði í þriðja sæti er hún kom í mark á 24,67 sekúndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert