Sú hollenska skákaði Guðbjörgu og Tiönu

Milja Thureson frá Finnlandi, Tiana Ósk Whitworth, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir …
Milja Thureson frá Finnlandi, Tiana Ósk Whitworth, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Naomi Sedney frá Hollandi. mbl.is/Arnþór Birkisson

Hollenski spretthlauparinn Naomi Sedney reyndist hlutskörpust í 60 metra hlaupi kvenna á Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöll í dag.

Sedney hljóp á 7,39 sekúndum og náði fyrsta sætinu. Sedney hefur best náð að hlaupa 60 metrana á 7,22 sekúndum og hefur unnið til gull- og silfurverðlauna á Evrópumeistaramóti í 4x100 metra boðhlaupi

Tvær af spretthörðustu konum Íslands, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Tiana Ósk Whitworth, báðar úr ÍR, voru skammt undan í öðru og þriðja sæti í dag.

Guðbjörg Jóna kom í mark á 7,44 sekúndum, hársbreidd frá Íslandsmeti sínu í greininni, sem er 7,43 sekúndur.

Tiana Ósk náði svo sínum besta árangri þegar hún kom í mark örskömmu á eftir Guðbjörgu Jónu, 7,45 sekúndum.

Tiana Ósk Whitworth og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir ásamt Helgu Margréti …
Tiana Ósk Whitworth og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir ásamt Helgu Margréti Haraldsdóttur. Ljósmynd/Þórir Tryggvason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert