Sjö íslensk pör í 16-liða úrslitum í badminton

Tvíliðaleikur á RIG 2023
Tvíliðaleikur á RIG 2023 Ljósmynd/BSÍ

Góður árangur Íslendinga náðist í dag á alþjóðlega mótinu RSL Iceland International í badminton sem er hluti af Reykjavíkurleikunum og fer fram í TBR-húsunum um helgina.

Í tvenndarleik sigruðu Kristófer Darri og Drífa par frá Eistlandi og spila á morgun við par frá Englandi. Daníel og Sigríður sigruðu par frá Finnlandi og spila við par frá Danmörku. Davíð Bjarni og Arna Karen sigruðu par frá Sviss og spila við par frá Þýskalandi. Tvenndarleikir hefjast kl. 09.00.

Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Arna Karen og Sigríður par frá Þýskalandi og spila við par frá Sviss. Sólrún Anna og Una Hrund sigruðu par frá og spila við par frá Aserbaídsjan. Tvíliðaleikir kvenna hefjast kl. 12.30.

Í tvíliðaleik karla sigruðu Kristófer Darri og Davíð Bjarni par frá Englandi og spila við par frá Englandi/Jamaíka. Róbert Henn og Gabríel Ingi sigruðu par frá Írlandi og spila við par frá Úkraínu. Tvíliðaleikir karla hefjast kl. 13.40. Þessir leikir fara allir fram á morgun, laugardag.

Sólrún Anna tapaði í hörkuleik

Sólrún Anna Ingvarsdóttir átti hörkuleik í 32-liða úrslitum. Sólrún, sem vann sig inn í aðalkeppnina með því að vinna tvo leiki í undankeppninni, tapaði naumlega fyrir Elenu-Alexöndru Diordiev frá Moldóvu, 19:21 og 19:21.

Allar upplýsingar um leiki, tímasetningar og úrslit er að finna hér. Þá er hægt að fylgjast með í streymi á RIG.IS/LIVE.

Sólrún Anna Ingvarsdóttir að keppa á RIG 2023
Sólrún Anna Ingvarsdóttir að keppa á RIG 2023 Ljósmynd/BSÍ
mbl.is