Davíð og Arna náðu lengst Íslendinganna

Davíð Bjarni Björnsson og Arna Karen Jóhannsdóttir náðu langt á …
Davíð Bjarni Björnsson og Arna Karen Jóhannsdóttir náðu langt á mótinu. Ljósmynd/BSÍ

Davíð Bjarni Björnsson og Arna Karen Jóhannsdóttir komust lengst Íslendinganna á alþjóðlega badmintonmótinu RSL Iceland International í badminton sem haldið er í TBR-húsunum og er hluti af Reykjavíkurleikunum.

Davíð Bjarni og Arna Karen áttu frábæran leik í sextán liða úrslitum í tvenndarleik og sigruðu Jarne Schkevoigt og Julia Mayer frá Þýskalandi, 21:10 og 21:12.

Þau spiluðu svo við Brandon Zhi Hao Yap og Annie Lado frá Englandi í dag og töpuðu eftir skemmtilegan leik, 15:21 og 12:21, í 8-liða úrslitum. Frábær árangur samt sem áður hjá þeim.

Önnur íslensk pör  lutu í lægra haldi fyrir sínum andstæðingum í tvenndarleik og tvíliðaleik karla og kvenna í 16 liða úrslitum.

Keppni lýkur á morgun, sunnudag, en þá hefjast undanúrslit kl. 10.00 og úrslit kl. 16.00.

mbl.is