Sjö greinar á Reykjavíkurleikunum í dag

Strandblakskeppni Reykjavíkurleikanna fer fram í Sandkastalanum.
Strandblakskeppni Reykjavíkurleikanna fer fram í Sandkastalanum. Ljósmynd/ÍBR

Sjö greinar fara fram á Reykjavíkurleikunum í dag og í Laugardalshöll má meðal annars finna sterkasta fólk landsins.

Kraftlyftingar

Keppendur í kraftlyftingum keppa í „klassískum“ kraftlyftingum. Keppt er í hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu og fá keppendur þrjár tilraunir í hverri grein. Sterk­ust í kvenna­flokki er án efa Krist­ín Þór­halls­dótt­ir, kraft­lyft­inga­kona árs­ins 2022. Keppt er eftir nýjum reglum, frekari upplýsingar um keppnisfyrirkomulagið má finna hér. Keppnin fer fram í Laugardalshöll milli 14:00-18:00.

Hægt verður að horfa á streymi frá keppninni á RIG.IS/LIVE

Ólympískar lyftingar

Keppnin í ólympískum lyftingum fer fram í Laugardalshöll frá klukkan 8:00-13:00. Keppnin er liðakeppni milli fimm Norðurlandaþjóðanna, Íslands, Noregs, Danmerkur, Finnlands og Færeyja. Fjórir keppendur eru í hverju liði, tveir karlar og tvær konur. Í liði Íslands er Alex Daði Reynisson, Brynjar Logi Halldórsson, Þuríður Erla Helgadóttir og Úlfhildur Arna Unnarsdóttir.

Hægt verður að horfa á streymi frá keppninni á RIG.IS/LIVE

Strandblak

Strandblakkeppnin fer fram í Sandkastalanum í dag. Mótið hefst kl. 12:30 á undanriðlum og úrslitin hefjast klukkan 17:00 með úrslitakeppni kvenna. Úrslitakeppni karla hefst svo klukkan 18:00.

RIG í strandblaki er spilað eftir King Of The Court fyrirkomulagi sem er orðið vel þekkt meðal strandblaksiðkenda. Eitthvað pláss verður fyrir áhorfendur á staðnum en áhorfendur ganga inn að ofanverðu og kostar 1.000 kr inn á hvorn úrslitaleik.

Sund

Síðasti dagur sundmótsins er í Laugardalslauginn í dag, en undanúrslitin eru frá kl. 9:30-12:45 og kl. 16:30 hefjast svo úrslitasundin. Búast má við spennandi sundi í 50m bringusundi þar sem fjórir íslenskir strákar berjast um verðlaunapallinn, en aðeins 60/100 aðskilja þá. Þá er búist við spennandi 50m skriðsundi þar sem minna en ein sekúnda er á milli fyrsta og sjöunda sætis. 

Tímaseðil má finna hér og úrslitin birtast hér

Taekwondo

Taekwondo keppni RIG fer fram í Laugardalshöll og hefst klukkan 10:00 og lýkur um 16:00. Margir sterkir keppendur taka þátt en hægt verður að fylgjast með streymi á RIG.IS/LIVE.

Badminton

RSL Iceland International í badminton sem haldið er í TBR heldur áfram í dag og fer fram milli 9:00-16:00. Búast má við sterkum úrslitarimmum í dag. Allar upplýsingar um leiki, tímasetningar og úrslit eru að finna á úrslitasíðu mótsins hér 

Keila

Undankeppnin í keilu heldur áfram í dag í Keiluhöllinni í Egilshöll. Margir þátttakendur eru skráðir til leiks en úrslitin fara fram þann 2. febrúar. Frekari upplýsingar má finna hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert