Íþróttaráðstefna Reykjavíkurleikanna 1. og 2. febrúar

Vésteinn Hafsteinsson þjálfaði eistneska kringlukastarann Gerd Kanter til sigurs á …
Vésteinn Hafsteinsson þjálfaði eistneska kringlukastarann Gerd Kanter til sigurs á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Ljósmynd/Brynjar Gauti

Ráðstefnan SPORTS 2023 fer fram í Háskólanum í Reykjavík dagana 1. og 2. febrúar, en þar verður fjallað um þjálfun afreksíþróttafólks, íþróttir barna og ungmenna, og einnig stjórnun íþróttafélaga.

Margir flottir fyrirlesarar koma til landsins, en allt íþróttaáhugafólk og þau sem starfa við íþróttir ættu ekki að missa af þessu.

Hvernig verður þú Ólympíumeistari?

Vésteinn Hafsteinsson, nýr afreksstjóri ÍSÍ, ætlar að miðla af áratuga reynslu sinni sem íþróttamaður og tekur fyrir hvernig hann hefur unnið sem þjálfari í fremstu röð.

Vésteinn mun fjalla um skipulagninguna á þjálfuninni út frá álagsstýringu eða magni og ákefð, niðurstöðum eða árangri og eftirfylgni og skráningu á gögnum.

Vésteinn hefur unnið með sérfræðingum í teymisvinnu þar sem greiningarvinna er framkvæmd út frá samfélagslegum, andlegum, tæknilegum og líkamlegum þáttum.

Elísabet Gunnarsdóttir hefur þjálfað sænska liðið Kristianstad í 14 ár …
Elísabet Gunnarsdóttir hefur þjálfað sænska liðið Kristianstad í 14 ár og náð eftirtektarverðum árangri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hvernig skapar þú liðsheild?

Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari sænska knattspyrnuliðsins Kristianstad, ætlar að fjalla um hvernig þú byggir upp sterka liðsheild úr einstaklingum og hver séu leyndarmálin við að fá liðið til að spila í takt.

Þá hefur Elísabet byggt upp mismunandi samfélagsverkefni í Kristianstad og á stóran þátt í því að leikmenn og þjálfarar félagsins vinna af ástríðu við þessi verkefni. Þá gefur hún sína sýn á þýðingu styrktaraðila þegar kemur að rekstri íþróttafélaga.

Af hverju vinnur Noregur svona mörg verðlaun á stórmótum?

Else-Marthe Sørlie Lybekk aðstoðarframkvæmdastjóri Norska íþróttasamandsins verður með tvö erindi á ráðstefnunni. Sjálf þekkir hún vel hvernig það er að ná árangri þar sem hún á tvenn verðlaun frá Ólympíuleikum, gull erðlaun í handbolta í Peking 2008 og bronsverðlaun frá Sydney 2000.

Þá er hún einnig þrefaldur heims- og Evrópumeistari í handbolta. Else mun ræða hvað Noregur er að gera til þess að ná þessum árangri og ætlar að segja frá norska módelinu í barna og unglingastarfi.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna, fyrirlesarana og erindin má finna hér

Hægt er að kaupa miða hér og kaupa streymis áskrift hér.

Að ráðstefnunni standa Íþróttabandalag Reykjavíkur, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Háskólinn í Reykjavík og RIG – Reykjavík International Games.



Ráðstefna RIG 1.-2. febrúar
Ráðstefna RIG 1.-2. febrúar RIG.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert