50 ára aldursmunur keppenda

mbl.is

Laugardaginn 4. febrúar verður keppt í rally-spretti í fyrsta skipti á Íslandi en keppt verður í greininni á Reykjavíkurleikunum. Keppnin fer fram á Kvartmílubrautinni í Hafnarfirði.

Adam Máni Valdimarsson verður yngsti keppandinn, en hann er aðeins 14 ára gamall. Verður hann aðstoðarökumaður bróur síns Daníels Jökuls Valdimarssonar, sem er 16 ára.

Töluverður munur verður á elstu og yngstu keppendum, því Þorsteinn Svavar McKinstry er 64 ára og hefur keppt í mótorsporti í 45 ár.  

Á meðal annarra sterkra keppenda sem mæta til leiks má nefna Almar Viktor Þórólfsson, Birgi Guðbjörnsson, Birgi Kristjánsson og Daniel Victor Herwigsson.

mbl.is