Júlía Sylvía með glæsilega frammistöðu á Norðurlandamótinu

Frá listskautakeppni RIG 2023
Frá listskautakeppni RIG 2023 Ljósmynd/Giuseppe Bodrone

Úrslit unglingaflokkanna í listhlaupi á skautum munu ráðast í dag, laugardag, þegar bæði karla og kvennaflokkur keppa í frjálsum æfingum í Skautahöllinni í Laugardal.

Þá munu stíga á ísinn íslensku keppendurnir Lena Rut Ásgeirsdóttir og Júlía Sylvía Gunnarsdóttir en Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir þurfti því miður að draga sig úr keppni vegna meiðsla.

Júlía Sylvía situr í 6. sæti með 46.64 stig sem næstum jafnar persónulegt hennar en er einnig með bestu stigasöfnun sem íslenskur keppandi í þessum flokki hefur náð á Norðurlandamóti. Var hún einungis 0.80 tæknistigum frá því að ná lágmörkum inn á heimsmeistaramótið

Sædís Heba Guðmundsdóttir tryggði sér 15. sæti með 67.72 stig og Indíana Rós Ómarsdóttir varð 16. með 50.28 stig, en báðar keppa þær í Advanced novice flokknum.

Níu keppendur voru skráðir í karlaflokkinn, og hafa þeir allir getið sér gott orð í alþjóðlegum keppnum hingað til. Eftir daginn trónir Casper Johansson frá Svíþjóð á toppnum með 65.65 stig, Matias Lindfors frá Finnlandi er annar með 59.99 stig og Jonathan Egyptson frá Svíþjóð þriðji með 55.43 stig.

Í dag hefst einnig keppni í fullorðinsflokkum með skylduæfingum, en keppnin hefst klukkan 12 og stendur yfir til 21.

Allar upplýsingar má finna hér og hægt er að horfa á beint streymi á RIG.IS/LIVE.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert