Júlía endaði í sextánda sæti

Júlía Sylvía Gunnarsdóttir keppti á RIG 2023.
Júlía Sylvía Gunnarsdóttir keppti á RIG 2023. Ljósmynd/ÍSS

Úrslit í Junior-flokkunum í skautahlaupi á Reykjavíkurleikunum réðust í gær, en þrír íslenskir keppendur voru skráðir til leiks. 

Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir dró sig úr keppni vegna meiðsla en Lena Rut Ásgeirsdóttir steig fyrst á ísinn og stóð sig með ágætum og endaði í 24. sæti með 88.60 stig. Júlía Sylvía Gunnarsdóttir hafði setið í 6. sæti eftir skylduæfingarnar og ætlaði sér stóra hluti í frjálsa prógramminu.

Hún skilaði góðum æfingum með flottum spinnum en þrjú föll drógu hana niður og endaði hún með 114.34 stig í 16. sæti. Sigurvegari í flokkinum varð hins vegar Iida Karhunen frá Finnlandi, sem hafði verið efst eftir skylduæfingarnar og hlaut samanlagt 169.06 stig.

Karlarnir voru síðastir á ísinn um kvöldið en þar voru níu keppendur. Röðin á þeim breyttist ekkert og sigurvegari í flokkinum varð því Casper Johansson frá Svíþjóð með 176.82 stig.

Keppnin heldur áfram í dag, sunnudag, klukkan 12 á hádegi og lýkur með verðlaunaafhendingu í fullorðinsflokkum um miðjan dag. Hægt er að fylgjast með streymi af lokadeginum á RIG.IS/LIVE.

Casper Johansson frá Svíþjóð sigraði á RIG 2023.
Casper Johansson frá Svíþjóð sigraði á RIG 2023. Ljósmynd/Giuseppe Bodrone
mbl.is