Kolbeinn hjó nærri Íslandsmetinu

Kolbeinn Höður Gunnarsson kom fyrstur í mark í 60 metra …
Kolbeinn Höður Gunnarsson kom fyrstur í mark í 60 metra hlaupi karla. mbl.is/Óttar Geirsson

Kolbeinn Höður Gunnarsson úr FH kom fyrstur í mark í 60 metra hlaupi karla innanhúss á frjálsíþróttamóti Reykjavíkurleikanna í frjálsíþróttahöll Laugardalshallarinnar í dag.

Kolbeinn Höður var ansi nálægt eigin Íslandsmeti í greininni þegar hann kom í mark á 6,72 sekúndum. Íslandsmet hans frá því í janúar á þessu ári er 6,68 sekúndur.

Í öðru sæti var Englendingurinn Richard Akinyebo á 6,77 sekúndum, sem er hans besti árangur í greininni.

Þriðji var hinn bráðefnilegi Arnar Logi Brynjarsson úr ÍR á 7,12 sekúndum, en hann er aðeins 15 ára gamall.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert