Álíka góð byrjun í Blöndu og 2010

Júlía Þorvaldsdóttir hampar hrygnu sem hún veiddi í Hræsvelg í …
Júlía Þorvaldsdóttir hampar hrygnu sem hún veiddi í Hræsvelg í Norðurá. Átta stanga holl, sem lauk veiðum í gær, fékk 20 laxa. mbl.is/Golli

Um hádegi í gær höfðu veiðst 87 laxar í Norðurá sem er tíu fiskum meira en á sama tíma í fyrra. Átta stanga holl náði 20 löxum við erfiðar aðstæður.

„Takan var mjög treg allan tímann. En þessi hópur hefur veitt í ánni í allmörg ár á þessum tíma og við höfum aldrei sér svona mikinn lax í ánni og jafn vel dreifðan og núna,“ sagði Kjartan Þorbjörnsson, einn veiðimannanna, í gær. Kjartan og Júlía kona hans lönduðu engu að síður fjórum stórum hrygnum, 73 til 80 cm löngum.

Veiði hófst á neðsta svæði Blöndu 5. júní síðastliðinn og hafa rúmlega 60 laxar þegar verið færðir til bókar, nánast allt stórlaxar. Stefán Sigurðsson sölustjóri hjá Lax-á er afar ánægður með þessa byrjun.

Sex laxar veiddust í opnunarhollinu í Þverá en það lauk veiðum um hádegi í gær; fyrstu þrír laxarnir veiddust í Kaðalstaðahyl en algengt er að þar sé gengið að fyrstu löxum sumarsins. Veiðimenn sáu annars talsvert af laxi í ánni en hann tók illa í skjannasólinni í Borgarfirði. Veiði hófst í efri hluta árinnar, í Kjarrá, seinnipartinn í gær.

Sjá nánar um veiðiskapinn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert