Laxinn mættur í Víðidalsá og Ásana

Laxinn er mættur í Víðidalinn.
Laxinn er mættur í Víðidalinn. Morgunblaðið/Einar Falur

Fyrsti lax sumarsins úr Laxá í Ásum veiddist fyrir fáum dögum á ósasvæðinu en veiði lýkur á því svæði núna um helgina.  Efri hlutinn af ánni opnar fyrir veiði 21. júní.

Það hafa nokkrir laxar sést við ósinn svo hann er klárlega mættur í Laxá.  Eins hefur lax sést í Víðidalsá, en það var leiðsögumaðurinn Jóhann Hafnfjörð sem sá lax ofan við Kerið.  Það styttist í næstu opnanir hjá Lax-Á og menn bíða auðvitað spenntir eftir t.d. Víðidalsá, Rangánum og Stóru-Laxá en opnunin í Skjálfandafljóti þann 18. júní verður líka spennandi en þar er um að ræða svæði sem lítið er vitað um.  Þeir sem hafa veitt þarna og þekkja svæðið hafa oft gert fína veiði svo það verður fróðlegt að sjá hvernig veiðist þar í sumar. Þarna veiðist lax, bleikja og sjóbirtingur, og geta fiskarnir oft orðið ansi vænir að sögn kunnugra.

Sendu ábendingu um frétt
eða myndir á veidi@mbl.is
mbl.is