Stærra veiðihús við Langá næsta sumar

Mynd af www.svfr.is

Þeir sem eiga leið í Langá næsta sumar munu sjá nokkrar breytingar á húsinu enda standa breytingar yfir á því þessa dagana.

Veiðifélag Langár hefur staðið í stækkun á veiðihúsinu sem var orðin löngu þörf og kemur nýtt rými til með að bæta aðstöðu veiðimanna og starfsfólks til muna.  Um töluverða stækkun er að ræða en samtals verða þetta fimm tveggja manna herbergi fyrir gesti og starfsfólk.  Stækkun hússins er til norðurs upp ána og fá þá gestir vesturherbergjanna líklega gott útsýni yfir einn af bestu hyljum Langár, Efri Hvítstaðahyl.  Aðstaðan í veiðihúsinu í Langá hefur alltaf þótt vera til fyrirmyndar fyrir utan að aðstaða starfsfólks hefur verið of lítil og má þess vegna reikna með miklum fögnuði þegar húsið verður tekið í notkun fyrir komandi sumar.

Sendu ábendingu um frétt
eða myndir á veidi@mbl.is
mbl.is