Stærra veiðihús við Langá næsta sumar

Mynd af www.svfr.is

Þeir sem eiga leið í Langá næsta sumar munu sjá nokkrar breytingar á húsinu enda standa breytingar yfir á því þessa dagana.

Veiðifélag Langár hefur staðið í stækkun á veiðihúsinu sem var orðin löngu þörf og kemur nýtt rými til með að bæta aðstöðu veiðimanna og starfsfólks til muna.  Um töluverða stækkun er að ræða en samtals verða þetta fimm tveggja manna herbergi fyrir gesti og starfsfólk.  Stækkun hússins er til norðurs upp ána og fá þá gestir vesturherbergjanna líklega gott útsýni yfir einn af bestu hyljum Langár, Efri Hvítstaðahyl.  Aðstaðan í veiðihúsinu í Langá hefur alltaf þótt vera til fyrirmyndar fyrir utan að aðstaða starfsfólks hefur verið of lítil og má þess vegna reikna með miklum fögnuði þegar húsið verður tekið í notkun fyrir komandi sumar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert