Hvað býður Veiðihornið skotveiðimönnum?

María Anna með nýfelldan gný.
María Anna með nýfelldan gný. Ólafur Vigfússon

Önnur búðin til að segja frá sínum vörum fyrir skotveiðimenn er Veiðihornið. Við fengum Ólaf Vigfússon betur þekktan sem Óla í Veiðihorninu til segja okkur aðeins frá búðinni og þeim spennandi vörum sem þau hafa upp á að bjóða fyrir þetta skotveiðitímabil.

„Veiðihornið er 15 ára gamalt fjölskyldu fyrirtæki stofnað í ársbyrjun 1998 af Maríu Önnu og Ólafi. Þau eru einu eigendur Veiðihornsins og eru jafnframt veiðimenn á byssu og stöng. Frá fyrsta degi var lögð áhersla á að bjóða mikið úrval af vönduðum veiðibúnaði á breiðu verðbili og með beinum innflutningi í stórum stíl hefur það tekist. í dag er Veiðihornið stærsta sérverslunin í veiðigeiranum. Veiðihornið er opið alla daga vikunnar frá vori fram á haust. Auk þess heldur Veiðihornið úti vandaðri heimasíðu með góðri netverslun þar sem hægt er að versla alla daga vikunnar, alla daga ársins.“

Savage FVXP 22. cal riffilpakki

Á þeim 10 árum sem Veiðihornið hefur flutt inn riffla frá Bandaríska framleiðandanum Savage hafa vinsældirnar aukist jafnt og þétt ár frá ári enda Savage rifflar orðlagðir fyrir nákvæmni, frábæran gikk og hagstætt verð.  Savage FVXP er þunghleyptur, afar nákvæmur riffill með „Accu Trigger“ en það er gikkurinn sem Savage er einna þekktast fyrir.  Rifflinum fylgir ásettur og grófstilltur sjónauki í 3-9 x stækkun.  Verðið á þessum pakka er 59.900.  Veiðihornið býður 5% staðgreiðsluafslátt eða raðgreiðslur í allt að 36 mánuði.  Savage rifflarnir fást í Veiðihorninu Síðumúla 8 og í netverslun Veiðihornsins.

Dead Ringer Duck Buster haglabyssumið

Byltingarkennd mið sem slegið hafa í gegn. Fremra miðið er fest niður fremst á kælilista byssunnar í stað kornsins sem er þar fyrir. Aftara miðið sem er sporöskjulaga festist niður aftast á listann á hlaupinu. Þegar haglabyssan er borin upp horfir veiðimaðurinn í gegnum sporöskjulaga miðið og á punktinn fremst á hlaupinu. Dead Ringer haglabyssu miðunum fylgja skrúfur og festingar sem passa á flestar haglabyssur. Verð á Dead Ringer er aðeins 3.895 og fæst það í Veiðihorninu Síðumúla, Veiðihorninu Hafnarfirði og netverslun Veiðihornsins.“

Rio haglaskot

„Rio haglaskotin eru fáanleg í góðu úrvali eða allt frá 24 gr. skeetskotum upp í 3“ skot með þungri hleðslu. Rio skotin eru framleidd á Spáni af fyrirtæki sem framleitt hefur haglaskot síðan 1896. Við leyfum okkur að fullyrða að Rio séu orðin einhver vinsælustu haglaskotin á Íslandi enda eru skotin frá Rio góð og áreiðanleg og ekki skemmir verðið fyrir því Rio eru ódýrustu skotin á markaðnum. 36 gramma rjúpnaskot kosta aðeins 1.595, 42 gramma skotin eru á 1.895 og 3“ Magnum skotin á aðeins 2.395. Rio haglaskotin fást í Veiðihorninu Síðumúla, Veiðihorninu Hafnarfirði og í netverslun Veiðihornsins.“

Beretta ES100

„Beretta ES100 er einfaldasta og ódýrasta útfærslan frá Beretta. Beretta ES er eina bakslagsskipta byssan frá Beretta. Skiptibúnaðurinn er afar einfaldur og fylgir efri hluti láshússins með hlaupinu þegar það er tekið af. Er þá auðvelt að komast í allt til að hreinsa og smyrja. Hlaup Beretta ES er smíðað í verksmiðju Beretta á Ítalíu en að öðru leiti er ES byssan sett saman á Spáni. Reynslan af Beretta ES hér á landi síðustu árin er frábær og bilanir nánast óþekktar. Í Beretta ES er hægt að gera bestu kaup í vandaðri byssum. 5 útfærslur eru til af Beretta ES á lager í Veiðihorninu Síðumúla.  
Beretta ES fylgja 3 þrengingar og hörð Beretta taska. Beretta ES kostar frá 174.900. Veiðihornið býður 5% staðgreiðsluafslátt af öllum skotvopnum eða raðgreiðslur til allt að 36 mánaða. Auk þess býðst viðskiptavinum sem kaupa byssur hjá Veiðihorninu að kaupa byssuskáp fyrir 5 byssur á mikið lækkuðu verði eða á 25.000 krónur í stað 39.900“

Prologic skotveiðigalli

„Algjörlega vatnsheldur skotveiðigalli með útöndun í vinsæla MAX4 felumynstrinu.  Gallinn samanstendur af jakka með góðri, stillanlegri hettu og smekkbuxum með axlaböndum. Góðir vasar eru á buxunum og jakkanum. Þriggja ára frábær reynsla við íslenskar aðstæður. Prologic gallarnir fást í Veiðihorninu Síðumúla 8, Veiðihorninu Hafnarfirði og netverslun Veiðihornsins.  Prologic skotveiðigallinn kostar aðeins 36.995.“

Savage Mark II FVXP riffilpakki
Savage Mark II FVXP riffilpakki Veiðihornið
Dead Ringer Duck Buster
Dead Ringer Duck Buster
Dead Ringer Duck Buster haglabyssumið
Dead Ringer Duck Buster haglabyssumið Veiðihornið
Beretta ES100 Synthetic Black
Beretta ES100 Synthetic Black Veiðihornið
Rio haglaskot
Rio haglaskot Veiðihornið
Prologic skotveiðigalli
Prologic skotveiðigalli Veiðihornið
Ólafur með nýfelldan sebrahest
Ólafur með nýfelldan sebrahest Ólafur Vigfússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert