Bubbi tók stórlax

Bubbi með stórlaxinn við Hornflúð.
Bubbi með stórlaxinn við Hornflúð.

Söngvaskáldið Bubbi Morthens gerði sér lítið fyrir og landaði stórlaxi í morgun. Hefur hann ekki farið leynt með aðdáun sína á Laxá í Aðaldal, einkum Nessvæðinu, og skrifað bók og gert heimildamynd um svæðið. Bubbi bauð upp á ljúfa tóna á Nessvæðinu í morgun þegar hann landaði 20 punda höfðingja úr ánni sem tók á Hornflúð. Bubbi var með undir Night Hawk-tvíkrækju númer 8.

Sendu ábendingu um frétt
eða myndir á veidi@mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina