Flottur fyrsti dagur í Hítará

Veitt fyrir neðan Kattarfoss í Hítará.
Veitt fyrir neðan Kattarfoss í Hítará. Matt Harris

Hítará á Mýrum var opnuð í gær og samkvæmt upplýsingum frá Stangveiðifélagi Reykjavíkur, sem heldur utan um veiðirétt í ánni, fór fyrsti dagurinn vel af stað.

Sagt er frá því inn á vefsíðu félagsins að strax á fyrsta klukkutímann var búið að landa þremur löxum og þegar dagur var að kveldi kominn var búið að landa samtals níu löxum.  Veitt er á fjórar stangir fyrsta daga tímabilsins.  Fram kemur af þessum níu löxum voru sex hrygnur frá 80 til 84 cm.

Seinast þegar fréttist í snemma í morgun hafði svo einum 84 cm laxi verið landað til viðbótar í Steinastreng. Haft er eftir þeim sem opna ána þetta árið að þeir hafi orðið varir við mikið af laxi á svæðinu og sé fiskurinn talsvert búinn að dreifa sér víða um ána en þó mest sé af fiski á Breiðinni eins og vant er í upphafi veiðitímans.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert