Flottur fyrsti dagur í Hítará

Veitt fyrir neðan Kattarfoss í Hítará.
Veitt fyrir neðan Kattarfoss í Hítará. Matt Harris

Hítará á Mýrum var opnuð í gær og samkvæmt upplýsingum frá Stangveiðifélagi Reykjavíkur, sem heldur utan um veiðirétt í ánni, fór fyrsti dagurinn vel af stað.

Sagt er frá því inn á vefsíðu félagsins að strax á fyrsta klukkutímann var búið að landa þremur löxum og þegar dagur var að kveldi kominn var búið að landa samtals níu löxum.  Veitt er á fjórar stangir fyrsta daga tímabilsins.  Fram kemur af þessum níu löxum voru sex hrygnur frá 80 til 84 cm.

Seinast þegar fréttist í snemma í morgun hafði svo einum 84 cm laxi verið landað til viðbótar í Steinastreng. Haft er eftir þeim sem opna ána þetta árið að þeir hafi orðið varir við mikið af laxi á svæðinu og sé fiskurinn talsvert búinn að dreifa sér víða um ána en þó mest sé af fiski á Breiðinni eins og vant er í upphafi veiðitímans.

Sendu ábendingu um frétt
eða myndir á veidi@mbl.is
mbl.is