Tveir hnúðlaxar úr Selfljóti

Hálfsdagveiði úr Selfljóti í gær af svæði 3. Efst er …
Hálfsdagveiði úr Selfljóti í gær af svæði 3. Efst er hnúðlax, þá einn atlantshafslax og svo sjö bleikjur neðst.

Samkvæmt upplýsingum austan af Héraði hefur verið sæmilegasta veiði í Selfljóti og Gilsá það sem af er sumri.

Fram kemur í rafrænni veiðibók á Veiðitorginu að veiðst hafa 19 laxar, 119 urriðar og 116 bleikjur. Þá kom á land í gær einn hnúðlax en annar slíkur veiddist hinn 25. ágúst. Er þetta í fyrsta skipti svo vitað sé að hnúðlaxar veiðist í ánni, en hins vegar hafa fregnir borist af fjölmörgum slíkum um allt land í sumar.

Áin er fiskgeng um 33 kílómetra og er henni skipt í í sjö veiðisvæði og eru tvær stangir leyfðar á hverju þeirra.  Veiðin er eftir því fjölbreytt og bleikjan er yfirleitt algengust, en bæði sjóbirtingur, staðbundinn urriði og nokkuð af laxi er einnig á boðstólum.  Mest er bleikjuveiðin á neðstu svæðunum en meiri von um lax og urriða þegar ofar dregur í ána.

Algeng laxveiði er nálægt 40 fiskum á hverju ári en fór mest í 121 lax árið 2011.  Heildarsilungsveiðin hefur síðustu árin verið á bilinu 300 til 600 stykki yfir sumarið.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert