Risaurriði á land úr Þingvallavatni

Cezary með risaurriðann í rökkrinu á Þingvöllum í gærkvöldi.
Cezary með risaurriðann í rökkrinu á Þingvöllum í gærkvöldi. veidikortid.is

Inni á fréttasíðu Veiðikortsins kemur fram að í gærkvöldi hafi risaurriði komið á land fyrir landi þjóðgarðsins.

Cezary Fijalkowski er einn af vinum vatnsins sem hefur verið duglegur að mæta þar að veiða síðustu daga, vitandi það að risaurriðinn mætir í meira mæli upp á grunnið þegar rökkva tekur á kvöldin.

Þetta hefur skilað árangri og hefur Cezary fengið að minnsta kosti einn fisk í hverri ferð. Það var svo í gærkvöldi að Cezary fékk sannkallaðan höfðingja úr vatninu þegar hann fékk 98,5 cm risaurriða sem var vigtaður um 24 pund. 

Nú eru aðeins tveir dagar eftir af veiðitímanum á Þingvöllum þar sem veiði lýkur þann 15. september. 

Sendu ábendingu um frétt
eða myndir á veidi@mbl.is
mbl.is