Risaurriði á land úr Þingvallavatni

Cezary með risaurriðann í rökkrinu á Þingvöllum í gærkvöldi.
Cezary með risaurriðann í rökkrinu á Þingvöllum í gærkvöldi. veidikortid.is

Inni á fréttasíðu Veiðikortsins kemur fram að í gærkvöldi hafi risaurriði komið á land fyrir landi þjóðgarðsins.

Cezary Fijalkowski er einn af vinum vatnsins sem hefur verið duglegur að mæta þar að veiða síðustu daga, vitandi það að risaurriðinn mætir í meira mæli upp á grunnið þegar rökkva tekur á kvöldin.

Þetta hefur skilað árangri og hefur Cezary fengið að minnsta kosti einn fisk í hverri ferð. Það var svo í gærkvöldi að Cezary fékk sannkallaðan höfðingja úr vatninu þegar hann fékk 98,5 cm risaurriða sem var vigtaður um 24 pund. 

Nú eru aðeins tveir dagar eftir af veiðitímanum á Þingvöllum þar sem veiði lýkur þann 15. september. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert