Stangveiðifélag Reykjavíkur með langhæsta tilboðið í Straumfjarðará

Veiðhúsið á bökkum Straumfjarðará.
Veiðhúsið á bökkum Straumfjarðará. straumfjardara.is

Veiðifélag Straumfjarðarár á sunnanverðu Snæfellsnesi auglýsti á dögunum eftir tilboðum í veiðirétt til næstu fimm ára og þegar tilboðin voru opnuð á miðvikudaginn kom í ljós að Stangveiðifélag Reykjavíkur var með risatilboð í ána til næstu fimm ára.

Samkvæmt upplýsingum frá Páli Ingólfssyni, formanni veiðifélagsins, reyndist tilboð Stangveiðifélagsins langhæst og var upp á 35 milljónir króna á ári til næstu fimm ára eða samtals 175 milljónir króna.  Kunnugir segja að þetta sé 40 til 45% hærra en leiguverðið fyrir síðastliðið sumar. Stjórn veiðifélagsins mun leggjast nánar yfir öll tilboðin og taka ákvörðun næstu daga um hvaða tilboði verður tekið.

Veitt er á fjórar stangir í ánni og í sum­ar veidd­ust þar 352 lax­ar.  Meðal­veiði frá 1974 er 375 lax­ar, en met­veiði var árið 2013 þegar 785 lax­ar komu á land. Lax­geng­ur hluti ár­inn­ar er um 12 kíló­metr­ar upp að foss­in­um Rjúk­anda. Fé­lagið Snasi ehf. hef­ur ann­ast leigu á ánni síðustu árin.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert