87 ára rjúpnaskytta

Sigurfinnur, til hægri, ásamt 40 ára yngri veiðifélaga.
Sigurfinnur, til hægri, ásamt 40 ára yngri veiðifélaga. Árni Logi

Inn á skagfirska fréttamiðlinum Feyki er greint frá rjúpnaskyttunni Sigurfinni Jónssyni á Sauðárkróki sem 87 ára og er enn að og hefur stundað rjúpnaveiðar í 72 ár. Telja margir að um heimsmet sé að ræða.

Fram kemur í viðtali við Sigurfinn að um síðastliðna helgi fór hann austur í Axarfjörð til veiða ásamt fjórum félögum og spurður um afraksturinn kvaðst hann hafa fengið nægjanlegt í matinn og þurfi ekki að fara aftur.

Sigurfinnur segir að fjöldi rjúpna sé miklu minni nú en áður var og telur hann að kenna megi ofveiði um. Í dag séu margfalt fleiri sem stunda rjúpnaveiðar og komast miklu víðar með hjálp véla og tækja. Áður var einungis gengið frá akvegum þaðan sem bílinn var skilinn eftir. En hann segir margar kenningar á lofti og ítrekar að þetta sé einungis hans skoðun.

Sigurfinnur hefur haldið dagbók yfir veiðar sínar og samkvæmt síðustu talningu hefur hann náð tæplega 18 þúsund rjúpum á þessum 72 árum. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert