Hrygningu laxa lokið

Laxapar við hrygningu í ánni Lærdalen í Noregi.
Laxapar við hrygningu í ánni Lærdalen í Noregi. Arnt Mollan

Á þess­um árs­tíma ætti hrygn­ingu laxa að mestu að vera lokið í íslenskum veiðiám, en hún fer fram seint á haust­in og fyrri hluta vetr­ar.

Hrygn­ing­in fer þannig fram að lax­inn gref­ur í mal­ar­botn árin­ar litla rás sem hrygn­an spraut­ar svo hrogn­un­um í og strax í sama mund spraut­ar hæng­ur svil­um sín­um yfir. Oft­ar en ekki eru nokkr­ir hæng­ar sem koma að og sprauta svil­um sín­um yfir hrogn einnar hrygn­u. Að því loknu hylja þeir hin frjóvguðu hrogn ofan í möl árinnar með sporðinum. 

Flest­ir laxar drep­ast í ánni eftir hrygningu um veturinn vegna ofþreytu og hung­urs þar sem þeir hætta að éta á leið úr sjó til hrygn­ing­ar­stöðvanna. Alltaf er þó einhverjir sem lifa hrygn­ing­una af, leita aft­ur til sjávar að vori og eru þar í eitt eða tvö ár og snúa til baka sem sannkallaðir stórlaxar.

Hrygn­ing­ar­tími laxa í Skotlandi nær yfir breiðara tíma­bil en hér á landi. Í ánni Ness er fylgst með hrygn­ingu laxa með svokölluðum GoPro-mynda­vél­um á þekkt­um hrygn­ing­ar­stöðum. Á ný­árs­dag náðist mynd­skeið, sem birt var á facebooksíðu árinnar, af nokkr­um hæng­um berj­ast um hylli hrygnu þar til að lok­um stór hæng­ur kemst að og nær að sprauta svil­um sín­um yfir hrogn hrygn­unn­ar.

Göng­ur laxa upp í veiðiár í Skotlandi ná einnig yfir lengri tíma­bil en hér á landi og eru fyrstu árn­ar þar í landi opnaðar 11. janú­ar, en þær eru Thur­so, Helms­dale og Halla­dale. Hver áin á fæt­ur ann­arri er svo opnuð og eru þær flest­ar opnar um miðjan febrúar.

Laxapar hrygnir í ánni Ness í Skotlandi á nýársdag.
Laxapar hrygnir í ánni Ness í Skotlandi á nýársdag. FishtheNess
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert