Málþing um erfðafræðileg áhrif laxeldis á villta laxastofna

Villtir atlantshafslaxar.
Villtir atlantshafslaxar.

Erfðanefnd landbúnaðarins efnir til málþings um erfðafræðileg áhrif laxeldis á villta laxastofna fimmtudaginn 1. febrúar 2018 frá klukkan 13:00 – 16:30 í fyrirlestrasalnum Fróða, sem er í húsi Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8.

Fram kemur í tilkynningu að aðalfyrirlesari verði dr. Kevin Glover frá Háskólanum í Bergen sem er einn af leiðandi vísindamönnum Noregs á sviði erfðablöndunar eldislax og náttúrulegs lax og vöktunar á erfðafræðilegum áhrifum laxeldis. Mun hann fjalla um stöðu þekkingar á erfðablöndun, umfangi og áhrifum.

Þá mun dr. Fletcher Warren-Myers frá Háskólanum í Melbourne í Ástralíu fjalla um rannsóknir sínar á notkun baríumsalta til merkingar á eldislöxum svo rekja megi strokulaxa úr eldi til framleiðenda.

Leó Alexander Guðmundsson frá Hafrannsóknastofnun mun svo fjalla um rannsókn varðandi erfðablöndun á Vestfjörðum og dr. Ragnar Jóhannsson mun í kjölfarið fjalla um áhættumat á erfðablöndun og vöktun áhrifa eldis á náttúrulega laxastofna.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert