Hjaltadalsá og Kolka í útboð

Frá Hjaltadalsá.
Frá Hjaltadalsá. svfr.is

Veiðifélagið Kolka, sem annast veiðirétt í Hjaltadalsá og Kolbeinsdalsá í Skagafirði, hefur ákveðið að óska eftir tilboðum í lax- og silungsveiði árinnar frá og með næsta sumri til ársins 2020.

Báðar árnar koma að hluta til frá jöklum en eru þó sjaldan það litaðar að það hamli veiðum að ráði. Oft eru góðar sjóbleikjugöngur í árnar og hefur meðalveiðin síðustu árin verið á milli 300 til 500 bleikjur yfir sumarið og nokkrir tugir laxa. Þá veiðist ávallt eitthvað af sjóbirtingi til viðbótar.

Veiðistaðir dreifast um vatnakerfið, langt inn eftir Hjaltadal og upp að stíflu í Kolbeinsdalsánni, sem gerð var árið 1985 í kjölfarið á virkjun við Sleitustaði og takmarkar frekari fiskgengd upp ána. Báðar árnar eru straumharðar með köflum og voru miklir farartálmar áður en þær voru brúaðar. Sameinast þær svo nokkrum kílómetrum frá sjó og renna í hinn sögufræga Kolkuós sem eitt sinn var verslunarstaður og á því svæði eru fimm merktir veiðistaðir.

Umsjónarmaður útboðsins er Guðríður Magnúsdóttir á Víðivík (vidvik@mi.is) og er frestur til að skila inn tilboðum til 15. febrúar. Verða þau svo opnuð í veiðihúsi félagsins að Efra-Ási þriðjudaginn 20. febrúar 2018 klukkan 13:00 í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert